<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Já nú er allt að gerast.
Við Dúndurfréttamenn erum að fara til Færeyja að spila The Wall með Sinfóníuhljómsveit Færeyja.
Þetta mun eiga sér stað í seinni hluta október. Þannig að nú er að safna pening, settla frúnna, hætta í vinnunni og fá sér öl með strákunum.
Við hlökkum rosalega til að fara þangað og þetta verður án efa skemmtilega vika sem við eyðum þarna.
Hef aldrei komið þangað sjálfur áður(Ég er Pétur) og hlakka til að gista á Hótel Færeyjum og skoða eyjarnar.

En meðfylgjandi erum við og Ken Hensley í Kastljósinu.
Örugglega bannað að pósta þessu og nafnið á flip for mac í bakgrunni hjálpar ekki en hey....hvað gerir maður ekki fyrir ykkur.
En afsakið að hljóð og mynd eru ekki alveg í synci.

Steinn áfram ! ! !
(rock on)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com