<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, maí 08, 2008

Hvíta húsið 


Halló.
Pétur í tölvulistanum hér.
Tónleikarnir í Austurbæ með Eika og Hensley gengu rosalega vel og var massastemmari á báðum tónleikum.
Eríkur var frábær eins og við var að búast og það er frábært að hafa spilað með Ken Hensley. Hann lét Hammondinn orga og kom öllum í stuð afar og ömmur mikið. Kallinn er afskaplega næs og var gott að vinna með honum. Þetta var mikið rokk og mikið gaman. Vona bara að flestir sem komu hafi skemmt sér vel.

En....

Það er skammt stórra högga á milli og við Dúndurfréttamenn erum að fara að halda tónleika á morgun, föstudagskvöld 9.maí í Hvíta húsinu á Selfossi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og er forsala miða í Barón, Kjarnanum á Selfossi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com