<$BlogRSDURL$>

mánudagur, apríl 14, 2008

Uriah Heep/Eiki Hauks Sælt sé fólkið.
Við Dúndurfréttir ætlum að halda tónleika Í Austurbæ 30.apríl og verða góðir gestir með í för.
Eiríkur Hauksson mun þenja röddina í Uriah Heep prógrammi og afar sérstakur gestur er Ken Hensley, sem er einn af upphaflegum meðlimum Uriah Heep og aðallagahöfundur sveitarinnar.
Þykir okkur mikill fengur að þessu og verða því tvennir tónleikar miðvikudagskveldið 30.apríl.
Þeir fyrri hefjast kl.20:00 en þeir seinni kl.22:30.
Midasala er hafin í Austurbæ og á midi.is.
Athugið að uppselt er að verða á fyrri tónleikana þannig að nú er um að gera að drífa sig og fjárfesta í miða svo þið missið ei af þessu.

Við strákarnir erum í massafíling fyrir þessum tónleikum og vonumst til að sjá sem flesta í rokkstuði.

Kv.
Pétur Örn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com