<$BlogRSDURL$>

föstudagur, september 21, 2007

Gaukurinn 


Elo-stig.
Pétur Önd hér...
...og afsakið að mér skyldi hafa láðst að setja tilkynningu um síðustu tónleika hér. Vissi ei að fólk skoðaði síðuna eitthvað að ráði en ég skal viðurkenna einnig að þetta Gaukz-gigg var bókað fyrir svo löngum tíma að ég gleymdi því hreinlega nema þegar að því kom. En það gekk rosa vel og mætingin á þessu miðvikudagskveldi rigningar og roks var meiri en við þorðum að vona.
En örvæntið ei því við verðum þarna aftur bráðum. Við dustuðum rykið af nokkrum lögum sem við höfum ekki spilað lengi svo sem Rain Song, Misty mountain hop, Out on the tiles og In the light með Zeppelin og Have a cigar með Floyd. Voða gaman að spila þau. En planið er að taka Perfect Strangers og jafnvek Burn með Purple. Svo er ég voða hrifinn af Stormbringer með Purple. Er eiginlega hrifnari af Deep Purple þegar Coverdale og Glenn Hughes voru í bandinu. Glenn Hughes er eitt mest gleymda leyndarmál rokksöngvarasögunnar. Algerlega í uppáhaldi hjá mér. Stevie Wonder sagði eitt sinn að Hughes væri einn af sínum uppáhalds söngvurum, og það er gott komment frá manni sem er einn besti söngvari í geiminum og jarðar allt þetta R&B-lið í dag.

En hafið það gott og endilega segið ykkar skoðun á hlutunum.

Keðja frá strákunum.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com