<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Hljómsveitin Dúndurfréttir í kvöld, miðvikudaginn 18. júlí á Gauk á Stöng.
Húsið opnar klukkan 22 og tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 23.

See yah....vonandi.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Þa er það buið...hvað næst ? ! ? 


Halló allir.
Pétur Örn hér.

Þá eru tónleikar okkar Dúndurfrétta og Sinfóníunnar búnir og ég get ekki sagt annað en að við erum algerlega í skýjunum með hvernig til tókst og hverjar viðtökurnar voru. Alveg fullkomlega toppurinn á því sem við höfum gert. Sinfónían stóð sig alveg frábærlega, Kalli var geðbilaður á píanóið og synthann og skólakór Kársnes og Þórunn stjórnandi hans alveg megaflott og Bernard Wilkinson er frábær stjórnandi. Fullt af og-um. Semsagt allir rosaglaðir og erum rétt núna að ná okkur niður.

Það var alveg magnað að bíða baksviðs í Höllinni mínútu áður en við gengum inn á sviðið. Svo kom kallið:"Allir inn á svið!" Og við gengum inn í dynjandi lófatak. Svo byrjaði sinfó að spila forspilið og eftir um það bil 30 sek. komum við inn með látum. Alger gæsari. Svo kom hver gæsahúðin á fætur annarri. Og þegar Kársneskórinn kom inn klökknaði ég svo að ég átti erfitt með að syngja. Og ef það er ekki toppurinn þá veit ég ekki hvað. Einar fékk rosa klapp eftir Comfortably Numb og við allir stóðum eftir gigg hrærðir yfir glæsilegum viðtökum áhorfenda. Þetta var allt tekið upp alla leið með hljóði og mynd þannig að þetta er til þó það væri ekki nema til að geta horft á þetta í ellinni. Það er nefninlega því miður ekki gefið að þetta verði gefið út vegna lagalegra og fjárhagslegra ástæðna. En auðvitað látum við reyna á hvað er hægt að gera í þeim málum. Lofa samt engu...strax.

En þetta er eins og Óli trommari sagði við mig þegar við skáluðum eftir föstudagstónleikana, "Jæja, þá er þetta búið...hvað eigum við að gera næst?"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com