<$BlogRSDURL$>

þriðjudagur, júní 26, 2007

Fyrsta æfing með Sympho. 


Sælt sé fólk. Pétur Örn hér.

Vorum núna á föstudagsmorguninn síðasta á fyrstu æfingu með Sinfóníunni og ég verð að segja að hafi ég haft einhverjar áhyggjur af þessu giggi þá eru þær hérmeð formlega blásnar af. Það gekk lygilega vel að renna í gegnum þetta og þurfti sárasjaldan að stoppa, nema þá þegar það var tekin kaffitími. Við strákarnir sátum annars eiginlega alla æfinguna með aulabros á vörum því það var svo gaman að heyra alvöru fiðlur, blásturshljóðfæri, pákur með þessum lögum sem maður er búinn að vera hlusta á síðan maður var átta ára.
Alveg magnaður skoti-and.
Ég get því ekki sagt annað en að ef þið farið ekki að tryggja ykkur miða á fimmtudagstónleikana þá missið þið af okkur strákunum á sviði Laugardalshallar með strútahúð og inbreed-glott.
Svo held ég barasta að tónleikarnir verði líka skrambi flottir.
Þetta er "by far" það stærsta sem við Dúndurfréttamenn höfum tekið okkur fyrir hendur og ætlum við að leggja okkur alla fram við að gera þetta sem eftirminnilegast.

Rock on góða fólk.

Kveðja frá hinum köllunum í bandinu.

p.s.
Nokkrar myndir frá æfingunni.

miðvikudagur, júní 06, 2007

Wall æfing hin fyrsta 


Jæja.
Pétur Örn hér.
Þá er fyrsta æfing okkar fyrir Sinfó tónleika búin og var hún bara vel heppnuð.
Við hittumst strákarnir í æfingahúsnæði Papanna i Hafnarfirði og var það klukkan tíu á mánudagsmorgni.
Hvar er rokkið spyrja nú sumir og svarið er að auðvitað vorum við ekkert farnir að sofa eftir helgina og vorum með viskí a æfingunni...eða nei.
Við mættum bara hressir á morgunæfingu og fórum í gegnum verkið til að sjá hvað þyrfti að hreinsa upp og það var furðulítið, enda búnir að spila þetta nokkrum sinnum í Borgarleikhúsinu.
En æfingar með Sinfóníunni(eða tíunni..ööö afsakið) verða ekki fyrr en í tónleikavikunni.
Halli Dead Sea Apple maður er búinn að vera sveittur að skrifa og útsetja verkið fyrir Melabandið og Karl nokkur Olgeirsson mun leggja okkur lið með píanóleik og væntanlega ljá okkur rödd sína i raddir, sem eru þó nokkrar.

Þannig að þetta er allt á réttri leið og muna bara að kaupa miða.
Það eru bara 2500 miðar í boði skilst mér.
Það er hægt að fá miða hér:

sinfonia.is


Góðar stundir.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com