<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, desember 21, 2006

Epilogue 


Halló konur og menn.
Pétur Örn hér.
Þá eru tónleikarnir búnir og við erum mjög sáttir við útkomuna.
Það hefðu svo sem alveg fleiri mátt koma en stemmningin á þeim öllum var frábær og þá sérstaklega á Zeppelin-Purple-Heep en þar voru einhverjir í svo miklu stuði að þeir gubbuðu á bekkina fyrir framan og jú gólfin.
En takk fyrir kommentin hér í fyrra bloggi og ég spyr bara alla sem komu hvort þið hafið ekki skemmt ykkur vel ?
Varðandi DVD-útgáfu þá er það á dagskrá á næsta ári og þá fyrri hluta árs.
Allir hressir?

Kveðjur frá strákunum í bandinu.

Gleðilega hátíð og ef þið eru annarrar trúar eða trúlaus þá afsakið.

Góða nótt.

p.s.
Mynd af oss á Gauk á Stöng því nú er Gaukurinn ei meir en þar hófum við starfsemi okkar.
Bless Gaukur.

mánudagur, desember 11, 2006

Einn dagur i konsert 


Nú er sala á tónleika okkar Dúndurfréttamanna í algleymi á midi.is og í Austurbæ.
Endilega tryggið ykkur miða sem fyrst og ég lofa ykkur góðri skemmtun.

sunnudagur, desember 10, 2006

Sorgarfrettir 2 

Pétur hér og ég verð að harma það að lögin þrjú sem ég sagði að við myndum spila er við höfum aldrei áður spilað verða ei spiluð.
Ástæðan eru miklar annir meðlima bandsins.
Vona að allir séu samt hressir og mæti í stuði.

Erum annars allir mjög spenntir fyrir tónleikunum og ætlum að leggja okkur alla fram við að gera frábær gigg.

Strákarnir biðja að heilsa.
Har det bra.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Dundurfrettatonleikar i Austurbæ 


Tónleikarnir eru sem segir:

12.des kl.20:00 Pink Floyd tónleikar
12.des kl.22:30 Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep tónleikar

14.des kl.20:00 Led Zeppelin, Deep Purple, Uriah Heep tónleikar
14.des kl.22:30 Pink Floyd tónleikar

Miðasalan er farin í gang og það kostar 3.500,-kr. á eina tónleika en 5.000,kr. á tvenna séu miðarnir keyptir í Austurbæ.
En ekki er hægt að kaupa tvenna á 5.000,kr. á midi.is, eingöngu ef farið er í Austurbæ.

Ef einhverjar spurningar eru þá spyrjið hér á commentakerfinu eða sendið mér meil á gomez@simnet.is

Vonandi mæta sem flestir því börnin okkar þurfa rauðvín.

Rokk og ról.

Sé ykkur öll.

Pétur Örn

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com