<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Dúndurfréttir þriðjudagskvöldið 4. apríl 

Undirritaður skellti sér á fyrra kvöld Dúndurfrétta í gærkvöld ásamt kvinnunni, tengdó og systur tengdó... það er nú ekki frásögu færandi nema að ég er vanur að reyna að koma sem flestum á bragðið með að mæta því að um leið og tónlistin byrjar að flæða eru Dúndurfréttaliðar búnir að eignast fleiri aðdáendur og fylgismenn.
Ég tók einmitt móður mína með mér þegar ég fór seinast á Dúndurfréttir á Gauknum og þetta hafði hún að segja eftir fjórða lag fyrir hlé:
„...ég þekki ekki helminginn af þessum lögum en nú skil ég af hverju þið farið alltaf aftur og aftur!“ Þessi sama manneskja er rúmlega fimmtug kona sem studdi mig í gítarpælingum mínum á yngri árum með orðunum „DJÖFULSINS HÁVAÐI ER ÞETTA!!!“ og eftir það var ekki aftur snúið.

Eníhú...
Sett gærkvöldsins kom úr öllum áttum og ber helst að nefna Uriah Heep syrpuna Easy livin'. Eins lags syrpa... gerir öllum gott.

Ég verð reyndar að segja fyrir mína parta að ég hef aldrei áður farið á Gaukinn þar sem hljóðblöndunin hefur verið svona slæm. Ég hef reyndar yfirleitt farið í annarlegu ástandi inn á þann stað... en ég vill meina að tóneyrað slökkvi ekki á sér ef maður er með öl við hönd... en samt sem áður... gærkvöldið var frekar slæmt.
Fyrir hlé var voðalega lítið samræmi á milli styrksins á clean og overdrive hjá Matta, Hammondið var of sterkt mest allt kvöldið og gítarleikur Einars hvarf svolítið í skuggann, sérstaklega í sólóunum í rokklögunum og echo-ið á söngnum var ekki að skila sér þegar trommurnar bergmáluðu og Dúndurfréttir sánduðu eins og techno-/houseband gone bad. Styrkurinn á söngnum var líka stundum upp og ofan, allt frá því að vera allar raddir of háar í það að vera ein rödd lægri eða allar of lágar.
Spilamennskan var samt mjög góð í alla staði og það hefur sjaldan verið eitthvað að flutningum. Ég er reyndar alveg í skýjunum með að hafa fengið að heyra The Rain Song með Zeppelin þar sem að það var svo mikil rigning í dag.

En fullt hús á Gauknum skemmti sér vel og meðlimir Dúndurfréttanna skemmtu sér líka vel og til þess er leikurinn gerður. Ég bitrast bara hérna á þessu bloggi með mína skoðanir og það er ekki víst að allir hafa tekið eftir þessu sem ég er að telja upp hér... það verður bara að hafa það. Ég vona bara að sándið verði gott í kvöld þó svo að ég komist ekki og því verðið þið að vera dugleg að kommenta eftir þá tónleika.

Lagavalið var mjög skemmtilegt og þetta var hæfileg blanda af rokki og rólegheitum.

Ég verð að viðurkenna að þetta með hljóðblöndunina sat svolítið í mér og ég átti erfitt um tíma með að njóta tónlistarinnar. En að öllum leiðindum slepptum þá skemmti ég mér mjög vel og geri alltaf þegar ég heyri þessa tónlist hvort heldur læf eða heima í stofu.

Þess ber að geta hérna í lokin að um 500 manns hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa 'Best of Dúndurfréttir' á DVD og því ekki eftir neinu að bíða með að gefa eitt stykki disk út... þó það væri ekki nema bara til þess að kíkja á þá á milli pása og hita sig upp fyrir kvöld eins og í gærkvöld og kvöld.

Á ekki að mæta?!?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com