<$BlogRSDURL$>

miðvikudagur, nóvember 26, 2008

Dalvík og Akureyri Hljómsveitin Dúndurfréttir leggur land undir fót og spilar á Dalvík og Akureyri.

28.nóvember
Dúndurfréttir munu spila í fyrsta skipti á Dalvík, heimabæ Matthíasar söngvara.
Þar munu þeir halda órafmagnaða tónleika og skapa ljúfa kertaljósastemmingu hins klassíska rokkheims í hinni íðilfögru Dalvíkurkirkju.
Rjóminn af lögum Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple og Uriah Heep.
Tónleikarnir hefjast kl.21

29.nóvember
Stórtónleikar á Græna Hattinum
Dúndurfréttir munu flytja verk Pink Floyd, The Darkside Of The Moon í heild sinni.
Þeim til halds og trausts verða Andrea Gylfadóttir söngkona og Steinar Sigurðason Saxófónleikari. Einnig munu vel valin lög Led Zeppelin, Deep purple og Uriah Heep verða flutt.
Tvennir tónleikar verða þetta kvöld.
kl.20 og 23

laugardagur, október 11, 2008

Selfoss 


Dúndurfréttir munu spila í Hvíta húsinu á Selfossi föstudagskveldið 17.október.

laugardagur, október 04, 2008

Facebook-síða 


Það er komin Facebook-síða í gagnið.
Allir að skoða og kætast.


http://www.new.facebook.com/pages/Dundurfrettir/29826528110


Kv.
Pétur Örn

föstudagur, september 26, 2008

Frestun tónleika 


Tónleikaför okkar til Færeyja verður frestað um óákveðinn tíma.

Hins vegar verðum við næst að spila á Egilsstöðum föstudaginn 10.október í Valaskjálf.

Valhalla we are coming.

fimmtudagur, ágúst 21, 2008

Já nú er allt að gerast.
Við Dúndurfréttamenn erum að fara til Færeyja að spila The Wall með Sinfóníuhljómsveit Færeyja.
Þetta mun eiga sér stað í seinni hluta október. Þannig að nú er að safna pening, settla frúnna, hætta í vinnunni og fá sér öl með strákunum.
Við hlökkum rosalega til að fara þangað og þetta verður án efa skemmtilega vika sem við eyðum þarna.
Hef aldrei komið þangað sjálfur áður(Ég er Pétur) og hlakka til að gista á Hótel Færeyjum og skoða eyjarnar.

En meðfylgjandi erum við og Ken Hensley í Kastljósinu.
Örugglega bannað að pósta þessu og nafnið á flip for mac í bakgrunni hjálpar ekki en hey....hvað gerir maður ekki fyrir ykkur.
En afsakið að hljóð og mynd eru ekki alveg í synci.

Steinn áfram ! ! !
(rock on)

föstudagur, júní 20, 2008

Akureyri 


Dúndurfréttir auglýsa eftirfarandi:

Stór-tónleikar á Græna hattinum föstudagskvöldið 27. júní.

Miðaverð aðeins 2500 kr.

Forsala hefst í Pennanum, Glerártorgi og Hafnarstræti föstudaginn 20. júní.

fimmtudagur, maí 08, 2008

Hvíta húsið 


Halló.
Pétur í tölvulistanum hér.
Tónleikarnir í Austurbæ með Eika og Hensley gengu rosalega vel og var massastemmari á báðum tónleikum.
Eríkur var frábær eins og við var að búast og það er frábært að hafa spilað með Ken Hensley. Hann lét Hammondinn orga og kom öllum í stuð afar og ömmur mikið. Kallinn er afskaplega næs og var gott að vinna með honum. Þetta var mikið rokk og mikið gaman. Vona bara að flestir sem komu hafi skemmt sér vel.

En....

Það er skammt stórra högga á milli og við Dúndurfréttamenn erum að fara að halda tónleika á morgun, föstudagskvöld 9.maí í Hvíta húsinu á Selfossi.
Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og er forsala miða í Barón, Kjarnanum á Selfossi.

mánudagur, apríl 14, 2008

Uriah Heep/Eiki Hauks Sælt sé fólkið.
Við Dúndurfréttir ætlum að halda tónleika Í Austurbæ 30.apríl og verða góðir gestir með í för.
Eiríkur Hauksson mun þenja röddina í Uriah Heep prógrammi og afar sérstakur gestur er Ken Hensley, sem er einn af upphaflegum meðlimum Uriah Heep og aðallagahöfundur sveitarinnar.
Þykir okkur mikill fengur að þessu og verða því tvennir tónleikar miðvikudagskveldið 30.apríl.
Þeir fyrri hefjast kl.20:00 en þeir seinni kl.22:30.
Midasala er hafin í Austurbæ og á midi.is.
Athugið að uppselt er að verða á fyrri tónleikana þannig að nú er um að gera að drífa sig og fjárfesta í miða svo þið missið ei af þessu.

Við strákarnir erum í massafíling fyrir þessum tónleikum og vonumst til að sjá sem flesta í rokkstuði.

Kv.
Pétur Örn

föstudagur, mars 14, 2008

Halló þú ! 

Jæja, þá er hér smá brot af tónleikunum okkar síðan í sumar í Höllinni.
Hey you er lagið en þetta er hvorki loka hljóð- né mynd-klipp. En vonandi skemmtilegt engu að síður.
Njótið.
Kveðja frá okkur strákunum í Dúndurfréttum.laugardagur, nóvember 10, 2007

Fer að koma að lokum arsins 


Sæl öll sömul, Pétur Örn hér.
Ætla bara að heyra hvað þið segið hér á þessari síðu.
Við band-menn erum að tékka hvernig þið hafið það. Erum bara að vinna í upptökunum sem við gerðum á tónleikum síðustu sem við héldum og það er bara verið að tékka á hvernig stemmningin er með það að gefa það út.
Lofa engu en það væri gaman að gera eitthvað skemmtilegt með það. Eru allir í stuði með það?

Strákarnir biðja að heilsa og við vonumst til að spila fyrir jól.

Hvenig er stemmarinn?

Kveðja....
Pétur Örn

föstudagur, september 21, 2007

Gaukurinn 


Elo-stig.
Pétur Önd hér...
...og afsakið að mér skyldi hafa láðst að setja tilkynningu um síðustu tónleika hér. Vissi ei að fólk skoðaði síðuna eitthvað að ráði en ég skal viðurkenna einnig að þetta Gaukz-gigg var bókað fyrir svo löngum tíma að ég gleymdi því hreinlega nema þegar að því kom. En það gekk rosa vel og mætingin á þessu miðvikudagskveldi rigningar og roks var meiri en við þorðum að vona.
En örvæntið ei því við verðum þarna aftur bráðum. Við dustuðum rykið af nokkrum lögum sem við höfum ekki spilað lengi svo sem Rain Song, Misty mountain hop, Out on the tiles og In the light með Zeppelin og Have a cigar með Floyd. Voða gaman að spila þau. En planið er að taka Perfect Strangers og jafnvek Burn með Purple. Svo er ég voða hrifinn af Stormbringer með Purple. Er eiginlega hrifnari af Deep Purple þegar Coverdale og Glenn Hughes voru í bandinu. Glenn Hughes er eitt mest gleymda leyndarmál rokksöngvarasögunnar. Algerlega í uppáhaldi hjá mér. Stevie Wonder sagði eitt sinn að Hughes væri einn af sínum uppáhalds söngvurum, og það er gott komment frá manni sem er einn besti söngvari í geiminum og jarðar allt þetta R&B-lið í dag.

En hafið það gott og endilega segið ykkar skoðun á hlutunum.

Keðja frá strákunum.

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Egilsstaðir 


Löngu orðið tímabært að segja frá því að.....
........við spiluðum á Egilsstöðum og það var.....

.....
Æðislegt.
Við áttum alls ekki von á þeirri mætingu sem varð.
Við erum svo glaðir með allt það fólk sem mætti og það er nokkuð ljóst að við þurfum aftur að koma austur á firði.
Valaskjálf var alveg fullll og já , ég meina öll e-llin.
Spiluðum bland í poka af því sem við höfum gert í gegnum tímann og viðtökurnar voru alveg ótrúlegar.
Það er ekki spurning að við komum aftur á Austfirði ef fólk þar vill okkur aftur.
Nýbúnir í Laugardalshöllinni og ekki síðri móttökur á Egilsstöðum og við fengum í Reykjavík.

Hlökkum til algerlega.

Lag dagsins er það sem þið segið í kommenta-dæminu.

Kveðja frá strákunum.

Pétur Örn

miðvikudagur, júlí 18, 2007

Hljómsveitin Dúndurfréttir í kvöld, miðvikudaginn 18. júlí á Gauk á Stöng.
Húsið opnar klukkan 22 og tónleikar hefjast stundvíslega klukkan 23.

See yah....vonandi.

fimmtudagur, júlí 05, 2007

Þa er það buið...hvað næst ? ! ? 


Halló allir.
Pétur Örn hér.

Þá eru tónleikar okkar Dúndurfrétta og Sinfóníunnar búnir og ég get ekki sagt annað en að við erum algerlega í skýjunum með hvernig til tókst og hverjar viðtökurnar voru. Alveg fullkomlega toppurinn á því sem við höfum gert. Sinfónían stóð sig alveg frábærlega, Kalli var geðbilaður á píanóið og synthann og skólakór Kársnes og Þórunn stjórnandi hans alveg megaflott og Bernard Wilkinson er frábær stjórnandi. Fullt af og-um. Semsagt allir rosaglaðir og erum rétt núna að ná okkur niður.

Það var alveg magnað að bíða baksviðs í Höllinni mínútu áður en við gengum inn á sviðið. Svo kom kallið:"Allir inn á svið!" Og við gengum inn í dynjandi lófatak. Svo byrjaði sinfó að spila forspilið og eftir um það bil 30 sek. komum við inn með látum. Alger gæsari. Svo kom hver gæsahúðin á fætur annarri. Og þegar Kársneskórinn kom inn klökknaði ég svo að ég átti erfitt með að syngja. Og ef það er ekki toppurinn þá veit ég ekki hvað. Einar fékk rosa klapp eftir Comfortably Numb og við allir stóðum eftir gigg hrærðir yfir glæsilegum viðtökum áhorfenda. Þetta var allt tekið upp alla leið með hljóði og mynd þannig að þetta er til þó það væri ekki nema til að geta horft á þetta í ellinni. Það er nefninlega því miður ekki gefið að þetta verði gefið út vegna lagalegra og fjárhagslegra ástæðna. En auðvitað látum við reyna á hvað er hægt að gera í þeim málum. Lofa samt engu...strax.

En þetta er eins og Óli trommari sagði við mig þegar við skáluðum eftir föstudagstónleikana, "Jæja, þá er þetta búið...hvað eigum við að gera næst?"

þriðjudagur, júní 26, 2007

Fyrsta æfing með Sympho. 


Sælt sé fólk. Pétur Örn hér.

Vorum núna á föstudagsmorguninn síðasta á fyrstu æfingu með Sinfóníunni og ég verð að segja að hafi ég haft einhverjar áhyggjur af þessu giggi þá eru þær hérmeð formlega blásnar af. Það gekk lygilega vel að renna í gegnum þetta og þurfti sárasjaldan að stoppa, nema þá þegar það var tekin kaffitími. Við strákarnir sátum annars eiginlega alla æfinguna með aulabros á vörum því það var svo gaman að heyra alvöru fiðlur, blásturshljóðfæri, pákur með þessum lögum sem maður er búinn að vera hlusta á síðan maður var átta ára.
Alveg magnaður skoti-and.
Ég get því ekki sagt annað en að ef þið farið ekki að tryggja ykkur miða á fimmtudagstónleikana þá missið þið af okkur strákunum á sviði Laugardalshallar með strútahúð og inbreed-glott.
Svo held ég barasta að tónleikarnir verði líka skrambi flottir.
Þetta er "by far" það stærsta sem við Dúndurfréttamenn höfum tekið okkur fyrir hendur og ætlum við að leggja okkur alla fram við að gera þetta sem eftirminnilegast.

Rock on góða fólk.

Kveðja frá hinum köllunum í bandinu.

p.s.
Nokkrar myndir frá æfingunni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com